Ef klám gefur ekki skýra mynd af því hvernig fólk stundar kynlíf og sýnir jafnvel frekar hvernig brotið er kynferðislega á manneskju, hver eru þá raunverulegu mörkin á milli kláms og kynlífs?

Hefur þú einhvern tíma sest niður, farið inn á klámsíðu og fengið upp myndband af fólki sem kynnist í gegnum sameiginlega vini, líkar vel við hvort annað, reynir kannski pínu við hvort annað í partýi og endar í rúminu, þar sem þau spyrja hvort annað hvernig þeim finnist gott að láta snerta sig, hversu langt þau langi að ganga og enda jafnvel einungis á því að fara í sleik? Hefurðu mögulega oftar séð myndbönd af fólki sem hefur varla skipst á tveimur orðum en rífur fötin utan af hvort öðru, gellan fer beint í að totta gæjann og þau enda í doggy í klukkustund þar sem gellan orgar eins og í stöðugri fullnægingu, en þau tala lítið sem ekkert saman og horfa jafnvel varla hvort á annað allan tímann en enda samt bæði í brjálaðri fullnægingu?

Í þessu felst munurinn á klámi og kynlífi – klám er leikið og fer oftar en ekki fram í aðstæðum þar sem einstaklingarnir þekkjast lítið og sjaldan er spurt hvað þeim líður vel með að gera og hvað þeir vilja ekki gera, á meðan raunverulegt og gott kynlíf byggist á heilbrigðum samskiptum, trausti, virðingu, dassi af ennþá meiri samskiptum og að lokum einlægu samþykki. Það að vera góð, góður eða gott í rúminu felur einfaldlega í sér að vera fær í samskiptum, að bera virðingu fyrir hinni manneskjunni og að kynnast líkama hvort annars í sameiningu. Það er ekki til einhver töfraformúla sem samanstendur af ákveðnum stellinum, hversu lengi þú getur haldið bóner eða hvort þú skvörtar yfir allt herbergið. Gott kynlíf byggist á góðum samskiptum og kynferðislegu jafnræði þar sem þarfir beggja (eða allra) aðila eru virtar.

Ef þú sérð eitthvað í klámi sem þig langar til að prófa þarftu að vera fullviss um að hinn aðilann langi líka til að prófa, en finni ekki fyrir pressu. Ef einhver sem tekur þátt í kynlífi er óviss um hvort hann vilji prófa eitthvað eða upplifir pressu til að gera það er betra að sleppa því. Ef ekki er um að ræða einlægt samþykki er auðvelt að fara yfir mörk annarra og beita kynferðislegu ofbeldi. Til að fræðast betur um kynlíf, samþykki, mörk, virðingu og traust skaltu kíkja á kaflann okkar um heilbrigð sambönd hér.

Hér fyrir neðan getur þú horft á stutt myndband úr 2020 Sjúkást herferðinni: