Unglingar gegn ofbeldi er samstarfsverkefni Stígamóta og Samfés þar sem unglingar úr mismunandi félagsmiðstöðum fræðast um kynbundið ofbeldi og skipuleggja aðgerðir til vitundarvakningar meðal jafnaldra sinna. Samstarfið var stofnað haustið 2018 og er ætlað ungmennum á aldrinum 13-16 ára. Meðal verkefna á vegum Unglinga gegn ofbeldi má nefna Instagram reikninginn @unglingargegnofbeldi, myndbönd sem framleitt voru í samstarfi við UngRúv og framleiðslu póstera ásamt yfirlýsingu um mörk og samþykki sem sýnd voru á Samfestinginum.

Öllum ungmennum á aldrinum 13-16 ára er frjálst að taka þátt, nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá [email protected].