Sjúktspjall – persónuverndarstefna

Við viljum að þú finnir til öryggis í samskiptum við okkur. Hér eru því upplýsingar um
persónuverndarstefnuna okkar og trúnað.

Um spjallið
Aðeins sérþjálfað starfsfólk Stígamóta svarar samtölum á Sjúktspjall. Við minnum á að allt spjall er
nafnlaust og að við notum ekki persónugreinanleg gögn. Starfsfólkið okkar er bundið trúnaði.
Við vistum öll samtöl sem eiga sér stað á spjallinu í þeim tilgangi að vinna úr þeim greiningu á ofbeldi
í nánum samböndum ungmenna. Tilgangurinn er sá að auka þekkingu á málaflokknum. Öll vistuð
gögn eru ópersónugreinanleg.

Varðandi tilkynningarskyldu til barnaverndar
Samkvæmt lögum á Íslandi skal allt fullorðið fólk láta barnavernd vita ef það fær upplýsingar um að
barn hafi orðið fyrir ofbeldi eða sé í yfirvofandi hættu á að verða fyrir ofbeldi. Þar sem Sjúktspjall er
nafnlaust getum við ekki tilkynnt til barnaverndar nema að viðkomandi ungmenni gefi upp nafn og
aldur.

Um fótspor á vefnum
Gestir á heimasíðu Sjúkást (www.sjukast.is) skilja eftir sig vefkökur (e.cookies) og þegar gestir á
vefnum smella á Leyfa eru þeir að leyfa Stígamótum að nota vefkökur. Við notum vefkökurnar til að
safna nafnlausum upplýsingum um hvernig gestir nota vefinn okkar í þeim tilgangi að gera hann
betri. Þetta eru upplýsingar t.d. um hvaða gestir koma inn á vefinn, hversu margir nota síðuna og
hvaða efni þeir skoða helst. Við notum Google Analytics til að greina þessar upplýsingar.