Fræðslupakki

Á hverju ári útbýr starfsfólk Stígamóta fræðslupakka í tengslum við áherslur og herðferð Sjúkást. Fræðslupakkinn er ætlaður starfsfólki sem vinnur með ungmennum til að fræða m.a. um mörk, samskipti og samþykki, en markmiðið er að ungmenni þekki muninn á heilbrigðum og óheilbrigðum samböndum og er tilgangurinn að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi.

Samfélagsmiðlar Sjúkást

Fræðsluefni er reglulega dreift á samfélagsmiðlum Sjúkást, en við hvetjum ykkur til að deila því með ykkar samstarfsfólki og ungmennahópi ásamt því að nýta efnið í umræður. Sjúkást má finna á Instagram og Tiktok undir nafninu sjuk.ast