Líkamlegt ofbeldi er vísvitandi snerting án samþykkis eða vanvirðing við persónuleg mörk þín. Stundum er líkamlegt ofbeldi ekki sársaukafullt og skilur ekki eftir sig marbletti, en getur samt haft mikil áhrif á líðan þína.

DÆMI UM LÍKAMLEGT OFBELDI

  • Að klóra, bíta, kyrkja, sparka, lemja og kýla
  • Að henda einhverju í átt að þér, svo sem síma, bók, skó eða disk
  • Að toga í hárið á þér
  • Að toga í þig eða ýta þér
  • Að grípa í fötin sem þú ert í
  • Að notast við hníf, kylfu eða önnur vopn
  • Að slá í rassinn á þér án samþykkis þíns eða leyfis
  • Að neyða þig til að framkvæma kynferðislegar athafnir
  • Að grípa í andlit þitt og neyða þig til að horfa framan í manneskjuna
  • Að grípa í þig til að hindra að þú farir eða til að þvinga þig til þess að fara eitthvert sem þú vilt ekki

AÐ LOSNA UNDAN LÍKAMLEGU OFBELDI

Þú þarft ekki að takast á við málið á eigin spýtur. Líkamlegu ofbeldi fylgir oftast andlegt ofbeldi og eru flest nátengd þeim sem beita þau líkamlegu ofbeldi. Það getur verið mjög erfitt að vita hvað er rétt og rangt og oft finnst fólki það jafnvel eiga einhverja sök, þrátt fyrir að það sé ekki að beita ofbeldi. Stundum veit fólk ekki einu sinni hvernig heilbrigð sambönd virka. Það tekur tíma að vinna sig úr ofbeldissambandi, en það er svo mikilvægt að gera það! Það á engin að þurfa að búa við ofbeldi.

Ef þú ert hefur upplifað eitthvað af ofantöldu skaltu:

  • Muna að þessi hegðun er röng.
  • Tala við aðila sem þú treystir; fullorðinn einstakling, vin eða fjölskyldumeðlim.
  • Panta viðtal hjá einhverjum sem getur aðstoðað, t.d. námsráðgjafa, skólasálfræðingi, heilsugæslunni, samtökum sem berjast gegn ofbeldi, félagsþjónustuna eða talaðu við ráðgjafa á Sjúktspjall.
  • Ekki samþykkja eða afsaka ofbeldi maka þíns (eða þess sem beitir þig ofbeldi).
  • Muna að líkamlegt ofbeldi er aldrei þér að kenna.