Það er erfitt að horfa upp á það þegar einhver sem þér þykir vænt um skaðar fólkið í kringum sig. Þú gætir jafnvel átt erfitt með að viðurkenna að manneskjan beiti ofbeldi eða eigi í óheilbrigðum samskiptum.
Það er samt þannig að hlutleysi hjálpar aldrei brotaþola, heldur styður gerandann.
Eina leiðin til að gera jákvæðar breytingar á hegðunarmynstri í ofbeldissambandi er að gerandinn taki ábyrgð á gjörðum sínum og hegðun. Þú getur hvatt manneskjuna til að átta sig og breyta samskiptamynstri sínu. Það getur reynst erfitt fyrir þann sem beitir ofbeldi að viðurkenna að það er ákvörðun og því beri hann ábyrgð á því. Ástvinur í þeirri stöðu gæti leitað til þín í von um að réttlæta hegðun sína – en mundu að ofbeldi þrífst á stjórnun. Ekki styðja við ofbeldið eða afsaka þessa hegðun á neinn hátt. Það þýðir ekki að þú snúist gegn ástvini þínum heldur ertu að hjálpa honum að mynda heilbrigðara samband.