Takk fyrir taka prófið! Vonandi gaf það þér betri innsýn í sambandið þitt og fékk þig til að velta vel fyrir þér hegðun maka þíns.

Ef svörin þín komu öll vel út er líklega komið vel fram við þig í sambandinu.

Ef þú valdir alltaf græna kassann “Tengi ekki” er líklega komið vel fram við þig í sambandinu. Frábært!

Ef þú valdir einhvern tímann appelsínugula eða rauða kassann á prófinu, þótt það hafi bara verið í einu svari, hvetjum við þig til að hafa samband við okkur á SJÚKTSPJALL. Þar getum við skoðað þetta saman og athugað hvort samskiptin séu heilbrigð, óheilbrigð eða mögulega ofbeldisfull.

Hér á síðunni og á Instagram-síðunni sjuk.ast er einnig að finna margskonar fræðsluefni um hvað einkennir heilbrigð, óheilbrigð og ofbeldisfull sambönd, og um kynlíf, klám, jafnrétti og margt fleira.

Rauð flögg gætu verið ástæða til að reyna að koma þér út úr þessu sambandi. Við hvetjum þig til að ræða málið við einhvern sem þú treystir; t.d. fjölskyldumeðlim, vin eða vinkonu, starfsmann skólans eða félagsmiðstöðvar, eða heilsugæsluna þína. Þú getur fengið hjálp fagaðila við að benda endi á óheilbrigt eða ofbeldisfullt samband, og engin skömm í því. Þitt öryggi og hamingja skiptir öllu máli.

Fylgdu okkur á Instagram!

 

View this post on Instagram

 

A post shared by SJÚKÁST (@sjuk.ast)

Óheilbrigð og ofbeldisfull sambönd

Ef þú tengdir við eitthvað af óheilbrigðu eða ofbeldisfullu staðhæfingunum í prófinu gæti verið gott að fá hjálp.