Hér eru nokkrar hugmyndir:
Hafa samband við femínistafélagið eða nemendafélagið í þínum skóla og athugað hvort þau séu í samstarfi við Stígamót um einhverja viðburði í skólanum þínum
Hafa samband við Stígamót varðandi að vekja athygli á málefninu innan þíns skóla, ef ekkert femínista-eða nemendafélag er starfrækt
Verið með upplýsingaborð í hádegishléi (1x eða oftar) meðan á átakinu stendur til þess að dreifa varningi og upplýsingum um átakið
Sótt plaköt og hengt upp í þínum skóla (eða fengið þau send ef þú ert utan höfuðborgarsvæðisins)
Skipulagt SJÚKÁST fræðslu með því að hafa samband við Stígamót
Skipulagt viðburð í tengslum við átakið t.d. open mic, fræðslu, fengið gestafyrirlesara, safnað í undirskriftasöfnun eða hvað annað sem styður við hugmyndir þínar um réttlátara samfélag