3.900 kr.
Það getur stundum verið erfitt að skilja á milli heilbrigðra og sjúkra sambanda. Þá er gott að skoða hegðun, bæði sína eigin og annarra og meta hvert tilvik fyrir sig. Sum tilvik flöggum við sem græn. Önnur sem rauð.
Sjúk flögg er umræðuspil sem skoðar heilbrigða og óheilbrigða hegðun í samböndum og hentar ungmennum jafnt sem fullorðnum. Spilið inniheldur 200 spjöld með yfir 190 fullyrðingum, 3 rauð spil (flögg), 3 græn spil (flögg) ásamt leiðbeiningum og sambandsrófinu.